Ég fæ mikla leið á bloggskrifurum....

þegar ég les blogg frá fólki sem telur sig geta fordæmt eða úthúðað þessum mótmælum. Ég hef sjálfur ekki mætt á nein mótmæli en hef ég þá litlu afsökun að búa úti á landi. Á þessum tímum hefur fólk rétt á því að koma sínum skoðunum á framfæri og ef það telur þetta vera eina leiðin þá verður það svo að vera. Ég skil þetta fólk vel, miklar hörmungar hafa dunið á íslensku þjóðinni en engin virðist geta stigið fram og sagt í alvöru hvað gerðist eða hverjir eru í raun ábyrgir. Þeir sem maður telur að beri ábyrgð hafa stigið fram og sagt að þetta sé allt öðrum að kenna. Svo sitja nær allir enn í sínum sætum og telja sig ekki þurfa að víkja, þeir halda áfram að gera sömu mistök og fyrir hrunið og það verður þetta unga fólk sem mótmælir háværast núna sem verður að borga fyrir þessi mistök.

Ég er reiður eins og þetta unga fólk og ég býst við að það séu fleiri þarna úti sem deila minni reiði. Ég er einn af þessum heppnu sem enn hafa vinnu og geta borgað sínar skuldir og keypt nauðsynjavörur. Þetta gerir það líklega að verkum að reiði mín útaf þessu bankahruni er ekki meira en svo að ég læt duga að blogga um þetta. Ef ég myndi missa mína vinnu þá er öruggt að eg gæti ekki borgað mínar skuldir og keypt nauðsynjavörur, ég yrði líklega fremstur í flokki í þessum mótmælum þar af leiðandi. Því tel ég að margir þeir sem setja sig á háan hest og kalla þessi mótmæli skrílslæti eða þaðan verra er fólk eins og ég sem enn geta borgað sínar skuldir og skilja ekki hvað örvænting er. 


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ég er atvinnulaus OG ég styð ekki ekki þessa einstaklinga sem eru að mótmæla með því að kasta eggjum hrækja á lögreglu eða skemma eigur annarra ég mætti á austurvöll alveg þangar til að fólk fór að kasta ekkjum og ráðast á lögreglustöð .

Eru þið sem vælir hæðst um mannréttindi og réttindi ykkar til að mótmæla með ofbeldi þau einu sem meigið hafa skoðun eða hvað þvílíkir hræsnar skulum hafa það á hreinu þið sem notið þær aðgerðir eruð EKKI AÐ MÓTMÆLA FYRIR MIG 

Jón Rúnar Ipsen, 9.12.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sagan endalausa

Höfundur

Hinki
Hinki
Tel þörf á skoðunum mínum í bloggheiminum og ég hef skoðun á öllu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband