ESB kerfisrugl

Þetta sýnir nú en betur hverskonar skrifinnskurugl er í gangi hjá ESB. Ætlum við Íslendingar svo að ganga í samtök sem hafa bannað bognar gúrkur? Þeir hafa reyndar aflétt banninu en þetta segir mér að það hljóta að vera fullt af öðrum fáránlegum reglum í þessu skrifinnskubullukerfi sem ég hef engan áhuga að fylgja.
mbl.is Aflétta banni við bognum gúrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Þetta bandalag er risaeðla á brauðfótum !

Lifi frjálst og fullvalda Ísland. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sennilega er það rétt hjá þér að ef að sambandið hefur leiðrétt slæma tilskipun að þá sé allt slæmt hjá sambandinu, gott væri samt að fá málefnaleg rök hjá þér fyrir ókostum Sambandsins.

Ef þú ert í vandræðum með að koma með góð dæmi og annað en frasa út í loftið, þá get ég hjálpað þér því Sambandið hefur þó nokkuð af ókostum.

Hér er dæmi : sambandi heftar ekki málfrelsi manna þótt þeir viti ekkert hvað þeir eru að tala um.

Kostir EES-samningsins hafa reynst miklu fleiri en andstæðingar hans bjuggust við.

Hann er meginorsök framfara og frelsis í hagkerfi okkar.

Her eru nokkur dæmi um hvað hann hefur fært okkur til batnaðar: frelsi í viðskiptum, opin samkeppni, frjáls fjarskipti, aukin persónuvernd, aukið atvinnufrelsi opið fjárstreymi, umhverfislöggjöf.

Allar þessa tilskipanir var að þvinga íslensk stjórnvöld til að lögleiða.

Og ekki má sleppa að minnast á jafnræðisreglna sem tók mörg ár að berja í gegn um þingið, sem færði Íslendingum Gríðarlegar réttarbætur.

En ég hugsa að ef aðild að evrópusambandinu sé skoðuð kallt, án fordóma og pólitískrar tengingar sé hægt að finna fleiri kosti en galla með inngöngu.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Hinki

Þorsteinn ég sagði aldrei að allt væri slæmt hjá ESB, heldur að það væri líklega nóg af öðrum fáranlegum reglum í gangi. En það er líklega rétt hjá þér að án ESB tilskipanna þá væru hér enn myrkar aldir kúgunnar og fáfræði. ESB hefur nefnilega fært okkur allt sem við teljum sjálfsagt í dag og þeim þurfum við að vera þakklátir. Lengi lifi ESB en niður með þröngsýni Íslendinga áður en ESB tilskipanir komu fram.

Hinki, 14.11.2008 kl. 12:13

4 identicon

Þá er nú gott að búa í samfélagi sem laust er við (kerfis)rugl ;)

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:34

5 identicon

Þorsteinn,

EES samningurinn inniheldur allt það besta sem ESB býður uppá,  semsagt með honum fáum við fjórfrelsið (allavega stóran part af því) og sleppum síðan við skriffinskubáknið sem felst í bandalagsaðild. Þessi reglugerð er aðeins ein af mörg hundruðum og þó að þessi reglugerð hafi verið lögð niður, eftir reyndar langar og harðar deilur um gagnið á henni, þá má búast við því að Brussel setji fleiri álíka asnalegar reglur í framtíðinni. Evrópubandalagið var upprunalega góð hugmynd, það var ESB hinsvegar ekki. Með ESB átti að reyna að stofna ný bandaríki Evrópu, semsagt eitt bandalagsríki ekki ríkjabandalag. Sem dæmi um þetta þá er til ESB þing, forseti ESB, ríkisstjorn ESB (ráðherraráðið), fáni ESB, gjaldmiðill ESB, þjóðsöngur ESB (Ode to Joy, sinfónia eftir Beethoven ásamt lagatexta eftir Schiiler). Gallinn er hinsvegar sá að almennir borgarar í Evrópu tengja sig ekki á nokkurn hátt við ESB og sést það vel á hversu illa gengur að fá fólk til þess að kjósa í kosningum til Evrópuþingsins, einnig er gaman að minnast á það að í hvert einasta sinn sem eitthvað varðandi ESB hefur verið lagt til þjóðaratvkæðagreiðslu í aðildarríki þá hefur svarið verið nei, sama hvað málefnið er. Dæmi: Höfnun Frakka og Hollendinga á stjórnarskránni (einu tvö ríkin sem voru með þjoðaratkvæðagreiðslur um málið) og svo höfnun Íra á Lissabonsáttmálanum (eina ríkið sem var með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið), einu mennirnir sem tala um sjálfa sig sem evrópubúa eru bureaucrat-arnir sem sitja í Brussel. Af þessum sökum er ESB í engum tengslum við hinn almenna borgara og þar af leiðandi ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Hvað varðar síðan þá þvælu að EES samningurinn hafi fært okkur janfræðisregluna þá ber að nefna það að í fyrsta lagi þá hafði jafnræðisreglan verið óskráð réttarregla í marga áratugi áður en hún var fest í stjórnarskránn og það eru til mörg dómafordæmi Hæstaréttar sem sanna það. Reglan fékk síðan sterkari stoð árið 1950 þegar Ísland undirritaði Mannréttindasáttmála Evrópu en hún var þó ekki lögfest sökum þess að slíkt þótti ekki nauðsynlegt enda var talið duga að túlka stjórnarskrána með því að hafa sáttmálann í huga, samt sem áður hafði hún mikla þýðingu fyrir íslenskum rétti. Árið 1995 var sáttmálanum síðan skeytt inn í stjórnarskránna en hann hafði þó verið lögfestur nokkru áður, síðan þá hefur jafnræðisreglan verið skrifuð regla í stjórnarskrá vorri. EES samningurinn hefur því ekkert með jafnræðisregluna að gera og þó að hún hafi ekki verið lögfest þá þýðir það ekki að hún hafi einfaldlega ekki verið til staðar, því þvert á móti var hún virk réttarregla þó óskrifuð væri. Bið ég þig að tala við hvaða lögfræðing sem er ef þú efast um mál mitt eða hefur fleiri spurningar um þetta mál. Einnig getur þú skoðað gömul dómasöfn hæstaréttar og þá muntu auðveldlega finna ýmiss dæmi þess að þessi regla hafi verið hér við lýði löngu áður en EES varð að raunveruleika.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sagan endalausa

Höfundur

Hinki
Hinki
Tel þörf á skoðunum mínum í bloggheiminum og ég hef skoðun á öllu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband